fimmtudagur, maí 09, 2002

Lestur….hestur!

Nýlega ýtti Eymundsson úr vör lestrarátaki sem kallast “Bækur skipta máli” – sem þær líka gera fyrir BÓKABÚÐ. Þetta er vegna þess að bókabúðir eru nefnilega í þeim geira atvinnulífsins að selja bækur – þar með hljóta þær að skipta máli.

Í tengslum við þetta verður borgarstjóraefnum D og R lista boðið að velja sér bækur sem þau langar til að lesa og skipta þau máli – engum öðrum var boðið að taka þátt í þessu því að miðað við stefnumál hinna flokkanna var gengið út frá því að enginn þar kynni að lesa.

Haukurinn hefur haft fregnir af því hverjar bækur verða fyrir vali hjá Ingó Borgó og Bjössa Bush. Ingó ætlar að velja “Rauðir sokkar og aðrar sögur fyrir miðaldra-afturbata-gribbur!” en Bjössi er víst enn að ákveða sig hvort hann velji “Blái Prinsinn” eða “Lína Netsokka – sagan á bak við hneykslið!”.

Haukurinn fagnar þessu uppátæki – hann telur gott að frambjóðendum séu boðnar bækur!

Haukurinn hefur talað!