sunnudagur, apríl 28, 2002

Tuð og læti

Það er ástæða kæru lesendur fyrir því að Þjóðarbóklaðan er ekki opin fyrir framhaldsskólanemendur yfir prófatímann. Það er vegna þess að þetta eru forheimskustu, agalausustu og hreint og beint mest pirrandi mannverur í heiminum - í augnablikinu.

Ef ég má nefna dæmi: Í dag (sunnudag) hef ég reynt að sitja við lærdóm og hafði til þess fengið mér borð. Við hlið mér sat par, sem væri ekki í frásögur færandi, ef þau hefðu ekki eytt síðustu 3-4 tímum í það að flissa og senda á milli sín miða! Í eitt skipti skreið meira að segja annað kvikindið undir borðið til þess að tala við kærustuna! ER EKKI ALLT Í LAGI!

Ég hef almennt ekkert á móti fólki en COME ON!!!! Ég þarf að læra!!!

Annars var það ekkert......