mánudagur, maí 06, 2002

Jamm og jæja!

Nú er allt prófastand búið!

Ákvað að halda upp á það og sjá mynd um vefprílarann Lóa, en allt kom fyrir ekki....undir-meðal-greindu starfsstelpurnar í bíóinu settu poppvélina á high og fóru í smók-pásu og það kviknaði í. Alltaf jafn gaman hjá mér!

Fór í bláa (gráa) lónið í gær, sá svarta manninn. Þó svo hann sé ósýnilegur í Friends þá sá ég hann í lóninu! Var þar að passa ungt fljóð, sem var líklega frá Keflavík - vegna þess að hún hafði geðveikisglampa í augum!

Fór einnig út að borða með spúsu minni. Á Eldsmiðjunni - hvorki meira né minna! Það var fínt, fyrir utan það að hitinn þar inni er á sömu gráðu og meðal þorp í Mufusumalala! Fokking heitt! Svo voru stundaðar iðnnjósnir þegar ég greiddi með Euro-korti mínu - "maðurinn" er að fylgjast með mér!

Föstudagskvöld var fyddlerí. Það var gaman, Ísi hvarf og menn töluðu. Ein leiðinleg ljóska þóttist vera mun merkilegri en hún var því að hún hafði farið "til núw jork". Svaka merkilegt!?!

Allavegna..........


Meira baul seinna - og kannski smá vitleysa!