þriðjudagur, apríl 30, 2002

Handbolti: Íþrótt eða misskilningur?

Undirritaður hefur aldrei verið talinn "anti-sportisti" en þó vekur ein slík "íþrótt" alltaf furðu mína, nefnilega handbolti. Handbolti er einhver sú leiðinlegasta íþrótt sem til er, en einhvern veginn heldur hún alltaf vinsældum sínum hérlendis. Persónulega finnst mér ekkert gaman að horfa á einhverja massagaura hnoða sig í gegnum aðra massagaura og grýta bolta í mjóa gaurinn/feita gaurinn í markinu. Þetta er bara eintómt hnoð!

Það er einmitt svoldið skemmtilegt að markmenn í handbolta skiptast í tvo hópa. Mjóu gaurana og svo feitu gaurana. Af hverju ætli það sé? Eru kannski öll lið með einn feitann og einn mjóann? Setja þjálfararnir mjóa gaurinn inn á undan til þess að gefa það til kynna að það sé hægt að skora í markið - aðeins til þess að setja síðan feita gaurinn inná til að fylla í gatið? Markmenn í knattspyrnu geta ekki verið feitir (nema Þorsteinn hinn málhalti á Stö Tö) en samt er alltaf einn feitur markmaður í hverju liði í handbolta.

Það var mikið vatn á myllu mína þegar upp komst að fleiri fylgjast með indversku rottuboðhlaupi en handbolta í heiminum. Mér fannst það bara fyndið!

En sem sé handbolti = hnoð án íþróttar!