miðvikudagur, desember 22, 2004

Jóladagatal Hauksins

22. desember

Haukurinn elskar bifreiðar en hatar bílstjóra. Hvernig venjulegu fólki tekst að breytast í einskæra kvartvita við það eitt að setjast undir stýri er Hauknum óskiljanlegt.

Haukurinn gerði sér óleik með því að fara Kringluna í dag. Bílastæði eru einnig of flókin fyrir hinn almenna akandi borgara. Þegar Haukurinn reyndi að komast út úr stæði var einatt kominn einhver apaköttur alveg upp að hans bifreið, hvoru megin. Fólk gaf Hauknum góðar 5 sekúndur til þess að komast af stað - en ef hann ílengdist í rólegri útbökkun þá var fólk komið alveg upp að bílnum. Svona eins og það hjálpaði honum eitthvað. Haukurinn tapaði "kúlinu" oftar en einu sinni í dag.

Svona eru jólin....

Haukurinn hefur talað!