þriðjudagur, desember 21, 2004

Jóladagatal Hauksins

21. desember

Haukurinn er grasekkill þar til snemma á næsta ári. Konan er farin aftur í föðurhús að njóta hátíðarinnar. Haukurinn er frelsinu feginn en þó ekki til svo langs tíma. Haukurinn mun fagna heimkonu kerlu þegar hún snýr aftur í fang hans. Hérmeð líkur grátskrifum Hauksins.

Haukurinn er búinn að dveljast einum of lengi í hofi Mammons, Kringlunni/Smáralind, síðustu daga. Hann mun berjast gegn því að þurfa að stíga þangað inn fæti næstu daga. Hvort það tekst mun tíminn leiða í ljós.

Haukurinn hefur talað!