föstudagur, janúar 10, 2003

Dagsins blogg

Haukurinn hefur fengið allskyns háðsglósur fyrir það hversu fá blogg hann gefur frá sér. Haukurinn hyggur ekki á breytingar, því eins og ameríkumaðurinn segir "you can't rush brilliance" eða "þér getið eigi ýtt á eftir snilldinni"...!

Haukurinn hló með sjálfum sér þegar hann las í gegnum orð Bjarkar Guðmundsdóttur varðandi virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka. Hauknum þótti það fremur fyndið að manneskja sem veltir rúmlega íslensku fjárlögunum á ári skuli reyna að setja sig í spor venjulegs fólks á austurlandi. Þetta hljómaði líkt því að Brittney Spírs reyndi að koma að hugmyndum sínum að hjá kaþólsku kirkjunni varðandi nýjan einkennisbúning nunna!

Haukurinn komst einnig að því frá forseta Íslands að mamma hans væri kokteilsósa. Haukurinn þakkar forsetanum fyrir veittar upplýsingar.

Haukurinn hefur einnig áhyggjur af Orminum. Haukurinn telur að þráhyggja Ormsins fyrir sögu gatna Reykjavíkur sé eigi af hinu góða. Löngum hefur það eigi verið talið mönnum til góða að þeir mæli strætin og sagan sýnir að litið hefur verið niður á menn götunnar....!

Haukurinn hefur áhyggjur af þessu, hann verður að segja það!

Haukurinn hefur talað!