miðvikudagur, desember 04, 2002

Ísland best í heimi!

Haukurinn gat ekki annað en hlegið þegar hann rakst á frétt á vísir.is sem sagði frá sölu æðardúnssænga í Kína. Þar segir frá því að Kínverjar séu óðir í sængur með íslenskum æðardún, og sem stendur séu 5 sængur til í Kína! Enn fremur séu þær uppseldar í verslunum!!
Þegar Haukurinn hélt að nú væri nóg komið rakst hann á þá staðreynd að íslensk æðardúnsframleiðsla er u.þ.b. helmingur af heimsmarkaðsframleiðslunni og verðið per sæng á almennum markaði í Kína er u.þ.b. 1,2 milljónir króna sem eru samkvæmt bloomberg.com 117,061.1640 kínversk renmimbi.

Það fór hinsvegar í Haukinn að Þjóðverjar framleiða sængurnar fyrir okkur! Af hverju erum við ekki framleiðendur líka? Hauknum er spurn...?

Haukurinn verður fremja stutt blogg fram að prófum. Hann á nefnilega að vera að lesa.

Haukurinn hefur talað!

P.S. Bíllinn minn. Ég elska bílinn minn. Renault Hauksins er kominn í lag!!!!