sunnudagur, mars 26, 2006

"I think I've lost alot of my gay fans to Gavin Henson. It's a shame beccause I really love them." - David Beckham
Haukurinn hefur átt góðar stundir þessa helgina. Hann skemmti sér ógurlega á laugardag, enda fátt annað betra en að sjá liðið sitt vinna nágrannaliðið. Sú staðreynd að fyrrum júnætet leikmaður skoraði fyrsta markið með sjálfsmarki gerði sigurinn ennþá sætari. Ætli það sé ekki bara best fyrir þá Nevill bræður að halda sig við þá iðju að elda spaghettí fyrir Becks?
Danir eru eilítið súrir út í einn hinna fimm fræknu bænapresta sem fóru um miðausturlönd með myndasögur og skáldsögur. Sá hinn sami ýjaði að því í viðtali við franskan fréttamann, að hann sæi ekkert að því ef einhverjir lukkuriddarar sprengdu Naser Khader í loft upp. Khader þessi er þingmaður de Radikale, og er talinn einn 'vestrænasti' múslimski framámaðurinn í dönsku þjóðlífi. Múslimar, einkum þeir sem teljast herskáir, hafa löngum séð hann sem svikara við málstað sinn og menningu.
Á sama tíma, og það er erfitt að vera múslimi í Danmörku, er það einnig ómögulegt að vera kristinn í Afganistan. Hauknum finnst nógu erfitt að vera Íslendingur í Álaborg.
Haukurinn er búinn að panta sér miða.
Haukurinn hefur talað!