föstudagur, mars 10, 2006

Dagur eitt...punktur....

Heimur versnandi fer, en breskir fjölmiðlar halda ávallt í hinn víðfræga, þurra og fágaða húmor sem einkennir hina megnu ensku þjóð:

Wayne's Word: Rooney signs £5m deal to write five books

So look forward to chapter one, beginning: "My name is Wayne and I like football and chips. And football. And chips. And beans sometimes."

And chapter 12, beginning: "My name is Wayne and I like football and chips and Ferraris. And Cheshire. Which I've just bought."

(innskot Hauksins.....HAHAHAHAHAHA)

Haukurinn hló sig nánast máttlausann! Heimsins elsti táningur skrifar, og Haukurinn endurtekur fyrir þá sem ekki náðu því 'skrifar', ævisögu sína. Fyrsta bókin á að fjalla um árin frá eins árs afmælinu fram að tímanum eftir heimsmeistaramótið 2002. Verður eflaust æsispennandi lesning, líkt og sjálfsævisaga Britney Spears og David 'ég ræð ekki við 6 ára stærðfræði' Beckham. Ætli geimverutrúarhnetan Tom Cruise sé farinn að skipuleggja sjálfsævisögu ófædds barns síns? Stundi astralferðalög inn í legið á Dawsons Creek?
Þetta lið er alveg magnað.
Haukurinn hefur talað!