föstudagur, desember 05, 2003

Hólí rösted mettal batman....!

Haukurinn er ennþá kvefaður. Hann sendir matreiðslumannsnemanum aftur góðar þakkir fyrir!

Haukurinn er í klípu. Hann á að skila einu verkefni í lok desember, en var einnig að uppgötva að honum ber einnig að skila einkaverkefni á dönsku um heimspeking að hans vali í lok janúar. Nú eru góð ráð dýr! Haukurinn er búinn að taka ákvörðun að skrifa um franska heimspekinginn Jean Baudrillard, sem að mati Hauksins er eitt það mesta kex sem um getur!

Hauknum ber að hringja á pípara um níu leytið. Það lekur víst úr loftinu í íbúðinni fyrir neðan Haukinn þegar hann er í sturtu. Haukurinn sér ekki alveg vandamálið, því íbúarnir fyrir neðan gætu séð sér leik á borði og sparað vatnsreikninginn og farið í sturtu á sama tíma og Haukurinn. Daninn er ekki beint hagsýnasta fyrirbæri á jarðkringlunni.

Haukurinn fékk um daginn ansi hreint skemmtilega máltíð. Hauknum var boðið í pössun til Skraddarans og Matreiðslumannsnemans og var þar boðið upp á flatbökur. Það í sjálfu sér er ekkert merkilegt, nema það að þessi flatbaka var þakin fersku salati, hráum lauk, nýjum tómötum og gúrkum. Þetta var afurð kebab-flatbökubakarans á horninu og bragðaðist býsna vel, en var furðulegt við fyrstu sjón.

Haukurinn kveður og sektar sjálfan sig um 5 bloggstig (ísalands-style) fyrir óáhugaverða umræðu!

Haukurinn hefur talað!