þriðjudagur, nóvember 04, 2003

"Með hugann við peninginn minn og peninginn minn á huganum!"

Haukurinn er mjög svo með hugann við peninginn sinn eða öllu heldur pening LÍN. Námsmenn í danmörku þurfa ekki að hafa hugann við peninginn sinn, því að þeir fá hann bara í hendurnar. Þeir fá nefnilega SU eða það er að segja pening án skilmála. Allir námsmenn hérna í Baunverjalandi fá gefins pening frá ríkinu fyrir það að vera í skóla.

Það er því ekki skrítið að þeir hvá við þegar Haukurinn reynir að útskýra og verja lánakerfi íslenskra stúdenta. "jes, jes its mötsj better tú lón ðí mönní, bíkos ðen jú hef tú vörk mor for itt...". Danir eru ekki alveg tilbúnir að kaupa það.

Meira að segja austur-evrópubúar eru hissa þegar Haukurinn reynir að útskýra kerfið á Íslandi. En þeim er alveg sama því að þeir fá ekki blautann skít frá sínum stjórnvöldum, en ef þau vinna 18 tíma á viku í 2 ár þá geta þau kannski dottið í danska lukkupottinn og fengið SU. Einn, tveir og bíngó!

Haukinn langar í SU. Haukurinn hefur þörf fyrir SU. En Haukurinn er ekki tilbúinn að vera glasabarn eða ræstitæknir alveg strax. Ef í harðbakkann slær....

Haukurinn hefur talað!