þriðjudagur, desember 02, 2003

Æ fíl prittí!

Haukurinn er kvefaður. Haukurinn kennir ákveðnum matreiðslumannsnema um þetta kvef sitt og veit sá hinn sami hver hann er!

Haukurinn situr enn og aftur við tölvuna góðu, með Orðið (frá microsoft) opið og autt blað fyrir framan sig á skjánum. Kaffibollinn og "beikonið" eru að sjálfsögðu á sínum stað og Ozzy glymur í spilaranum með Járnmanninn góðkunna. Að mörgu leyti veit þessi blanda ekki á gott, en Haukurinn vonar að hún skili einhverri vinnu. Eins og vestur-víkingarnir segja "It's balls to the walls time!" sem útleggst á hinu ástkæra ilhýra "Það er tími fyrir bolta að vegg!".

Haukurinn hefur fregnt það að Svarti maðurinn haldi víst heljar afmælisteiti í bráðinni, en harmar það að geta eigi verið viðstaddur. Haukurinn fullvissar hinn fyrrnefnda að úr því verði bætt þegar Haukurinn gerir landhögg á ný. Þangað til verða menn bara að gjöra svo vel að heiðra minni Hauksins og slátra nokkrum honum til heiðurs.

Héðan frá borg álanna við Limafjörð er fátt að frétta, mikil verkefnavinna, veðrið rólegt og að síga í frost, en Haukurinn umfram allt fyr og flamme og í góðum húmor.

Að lokum vill Haukurinn senda Villikettinum smá kveðju: "¡La buena suerte con sus exámenes, mi amigo! ¡Rompa una pierna! "

Haukurinn hefur talað!