sunnudagur, maí 15, 2005

The Triffin-dilemma

Haukurinn situr inni. Situr inni við verkefnaskrif. Úti hljóma raddir fólks í sólbaði og sumaryl. Haukurinn girnist útiveru og sólskin. Hauknum verður líklegast eigi að ósk sinni í dag. Hópavinnan gengur ekki sem skildi þessa dagana, því meðlimirnir eru hreint út sagt orðnir frekar þreyttir hver á öðrum. Á föstudag stefndi í að einn myndi draga sig út úr hópnum, en það endaði sem betur fer með ferð á fredagsbar. Sem fyrr virkaði danska leiðin (eða satt að segja skandinavíska leiðin) - þegar efi er skal bjór drukkinn. Haukurinn drakk bara einn, jafnvel þó að hann væri ókeypis. Haukurinn er farinn að efast um allt þetta bjórsull, hann er farinn að velja sér tilefni frekar en að láta kylfu ráða höggi - eða öl ráða drykkju.
Sting samdi eitt sinn lag um englending í New York, Mikael Torfason samdi bók um íslending í danmörku. Haukurinn hyggst eigi ráðast á þann markað í bráð. Hauknum finnst hann vera mettur....markaðurinn það er....
Haukurinn hefur talað!