mánudagur, maí 31, 2004

Læramos....lát taktinn taka þig föstum tökum!

Haukurinn er staddur í skólanum á öðrum degi hins hvíta sunnudags. Haukurinn var hér einnig á föstudag, laugardag og hinn eina sanna hvíta sunnudag. Haukurinn er að rembast við það að klára verkefni sitt ásamt sínu föngulega fylgiliði. Búlgarinn náði að eyða út tveimur þéttskrifuðum blaðsíðum af sínu eigin efni og pólverjinn hefur ekki borðað í tvær dægur. En fátt er svo með öllu illt að eigi boði eitthvað gott! Haukurinn sér loksins fram á lok þessarar annar og stefnir hraðbyri í sumar og sól.

Haukurinn biður lesendur vel að lifa og sendir þeim að lokum hlekk þennan , þar sem fólk getur fundið sér margt til dundurs. Haukurinn mælir sérstaklega með "Ballarnefninum"...

Haukurinn hefur talað!