föstudagur, maí 21, 2004

Haukur sýnir sinn innri mann!

Lesendur taka líklegast eftir breytingum þeim sem Haukurinn hefur gert á síðu sinni. Oft hefur verið sagt, þó aðallega á engilsaxnesku, að ein mynd sé virði þúsund orða. Haukurinn hefur því ákveðið að láta af mótlæti og taka gervihnattaöldinni opnum örmum og reyna þessa nýbreytni. Lesendur þurfa eigi að hafa miklar áhyggjur yfir því að Haukurinn láti af þeirri venju sinni að rita eilítinn texta endrum og eins en geta glaðst yfir því að nú gefst þeim möguleiki á því að skyggnast bak við tjöldin og fá örlitla innsýn í veröld Hauksins.

Haukurinn biður lesendur af hafa hægan á og sýna þolinmæði, þar sem miðillinn er nýr og notandinn blautur bak við eyrun. Spurningin er eingöngu hvort að vefrit Hauksins sé nú orðið fjölmiðill, eigi lengur eingöngu einmiðill, og því falli það undir umtöluð fjölmiðlalög. Byltingarandinn er ríkur hjá Hauknum og mun hann keppast ötull fram!

Haukurinn hefur talað!