þriðjudagur, maí 08, 2007

"Every morning my children cry for Lýsi. Lýsi, Lýsi they scream...."
Eggert Þorleifsson, Stuttur Frakki, 1993.
Haukurinn hyggst hafa þetta stutt og laggott að þessu sinni sökum anna. Fyrir þá lesendur sem ennþá hafa snefil af þolinmæði fyrir leti Hauksins getur Haukurinn glatt þá með þeim fregnum að Haukurinn finnst núorðið í tvöföldu upplagi, þar eð hann hefur hafið frekari bloggskrif á vefslóðinni http://www.haukurinn.blog.is/blog/haukurinn/.
Þar munu í framtíðinni birtast að mestu leyti sömu greinar og hér birtast, þó getur Haukurinn engu um það lofað að svo stöddu - enda lesendum vel kunnugt um sannleiksgildi loforða Hauksins.
Haukur biðlar til lesenda um að halda í trúna og þolinmæðina, og þakkar fyrri stundir. Einnig þætti Hauknum vænt um ef fólk væri óhrætt við að senda honum þær athugasemdir sem því dytti í hug hverju sinni - og þá auðvitað á báðum síðum.
Haukurinn hefur talað!