sunnudagur, september 10, 2006

Spáðu í mig og þá mun ég spá í þig.....
Spáðu í mig (kvöldin eru kaldlynd), Meistari Megas
Haukurinn kveður sér hljóðs úr horni. Héðan er fátt að frétta sem einhverju máli skiptir. Skólinn er hafinn og er hann allur af hinu góða; ísskápurinn er aftur fullur, sem einnig er af hinu góða og Haukurinn er latur, sem kannski er ekki af hinu góða.
Haukurinn er úr sér genginn, eins og gamall skór. Sumarið tók sinn toll og Haukurinn þarf á fríi að halda. Úr því verður víst ekki í bráð, því framundan eru þrjú próf, jól og áramót, og eitt stykki barneignardót. Fyrir þá sem ekki eru með á nótunum, þá er kerla með barni, eða eins og Danir myndu segja: "hun er simpelthen blevet bollet tyk...."
Fyrir þá sem eru áhugasamir um ofangreint er bent á síðu kerlunnar.
Haukurinn nennir ekki að blaðra meira, en er samt ánægður með árangurinn.
P.s. Hvað er málið með reiðhjólamenn sem láta sig renna niður brekku þegar maður sjálfur er að springa á limminu við það að hjóla upp í móti? Þurfa þeir alltaf að vera með svona sjálfumglatt glott?